Íslendingar með 86% af gistinóttum í júní

Gistinóttum fækkaði um 72% í júní miðað við sama mánuð …
Gistinóttum fækkaði um 72% í júní miðað við sama mánuð í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heildarfjöldi gistinátta ferðamanna á öllum gististöðum í júní var um 263.400, en það er fækkun um 72% miðað við sama mánuð í fyrra þegar gistinæturnar voru 942.700. Mest fækkun var á hótelum, eða um 79% og um 75% á gistiheimilum. Gistinóttum á öðrum tegundum gististaða fækkaði um 63%.

Ekki var hægt að áætla erlendar gistinætur á stöðum sem miðla gistingu í gegnum Airbnb og svipaðar síður vegna mikillar fækkunar ferðamanna þannig að ekki náðist að safna úrtaki fyrir framkvæmd landamærarannsóknar í síðasta mánuði.

Graf/Hagstofa

Íslendingar voru langfjölmennasti hópur þeirra sem keyptu gistingu í júní, eða 86% á móti 14% erlendra gesta. Á hótelum voru erlendir ferðamenn með 16,8% gistinátta, eða 15.100 á móti 74.800 gistinóttum Íslendinga.

Herbergjanýting á hótelum í júní 2020 var 20,5% og dróst saman um 51,4 prósentustig frá fyrra ári.

Graf/Hagstofa
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK