Sala nýrra bíla dregist saman um 32% á árinu

Samdráttinn má rekja til kórónuveirunnar.
Samdráttinn má rekja til kórónuveirunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls seldust 1.480 nýir fólksbílar í júlí, sem er 16% meira en í sama mánuði í fyrra.

Á fyrstu sjö mánuðum ársins hafa selst 5.673 nýir fólksbílar, eða 31,8% færri en á sama tímabili í fyrra, að því er segir í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu.

Þar segir að samdrátturinn helgist fyrst og fremst af færri nýjum bílaleigubílum, en þeir hafa dregist saman um 59,2% á milli ára á meðan bílar til einstaklinga og almennra fyrirtækja hafa aðeins dregist saman um 6,1%.

Nýorkubílar standa fyrir 52,4% af öllum seldum nýjum bílum það sem af er ári.

Alls voru skráðir 1.480 nýir fólksbílar nú en voru 1.025 í fyrra. Þrátt fyrir þessa aukningu hefur sala nýrra bíla dregist saman um 31,8% það sem af er ári borið saman við sama tímabil í fyrra, þar sem 5.673 nýir fólksbílar hafa selst í ár en voru 8.319 í fyrra.

„Ljóst er að mikill samdráttur er á milli ára sem rekja má til heimsfaraldurs COVID-19. Fyrst og fremst eru áhrifin á ferðaþjónustuna en mun færri bílaleigubílar hafa verið nýskráðir á fyrri helmingi ársins í ár miðað við sama tímabil síðasta árs. Hafa 1.634 nýir bílaleigubílar verið skráðir núna á fyrstu sjö mánuðum þessa árs en voru 3.993 á sama tíma í fyrra, sem gerir 59,1% samdrátt á milli ára,“ segir í tilkynningunni.

Aðra sögu er að segja af einstaklingum og almennum fyrirtækjum því til þeirra hafa selst 3.993 nýir fólksbílar það sem af er ári og er það samdráttur upp á 6,1% frá sama tíma í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK