115 milljóna gjaldþrot Bryggjunnar brugghúss

Frá brugghúsi Bryggjunnar.
Frá brugghúsi Bryggjunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samtals bárust 115 milljóna króna kröfur í þrotabú BAR ehf., rekstrarfélags Bryggjunnar brugghúss, sem úrskurðað var gjaldþrota í apríl. Skiptunum lauk í byrjun júlí án þess að nokkrar eignir væri að finna í búinu.

Greint er frá skiptunum í Lögbirtingablaðinu. 

Bryggjan var eitt af fyrstu handverksbrugghúsunum hér á landi og var til húsa á Grandagarði. Þar hefur nú verið opnaður annar veitingastaður sem nefnist Barion.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK