Hundraða milljarða samningur við Teva

Lyfin verða öll framleidd í hátæknisetri Alvotech á Íslandi.
Lyfin verða öll framleidd í hátæknisetri Alvotech á Íslandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samstarfssamningurinn sem íslenska lyfjafyrirtækið Alvotech skrifaði undir við Teva Pharmaceuticals hljóðar upp á hundruð milljarða króna. Líklega er um að ræða einn stærsta viðskiptasamning sem íslenskt fyrirtæki hefur gert, að því er segir í umfjöllun Fréttablaðsins. 

Samstarfssamningur þessi snýr að þróun, framleiðslu og markaðssetningu fimm líftæknilyfja í Bandaríkjunum, sem mun tryggja Alvotech tekjur upp á hundruð milljóna króna næstu árin.

Lyfin verða öll framleidd í hátæknisetri Alvotech á Íslandi og gæti þróun og framleiðsla líftæknilyfja orðið ein af burðarstoðum íslensks útflutnings, að sögn Róberts Wessman, stofnanda Alvotech. Útlit er fyrir að fyrirtækið ráði til sín 70 vísindamenn og sérfræðinga til viðbótar við þá 480 sem nú starfa hjá Alvotech.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK