Rekstur N1 undir væntingum

Eggert Þór Kristófersson. forstjóri Festi.
Eggert Þór Kristófersson. forstjóri Festi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum að berjast saman í gegnum heimsfaraldur og í því ljósi erum við mjög ánægð með niðurstöðu annars ársfjórðungs 2020, sem var í takt við okkar væntingar. Öflugt starfsfólk sem stendur vaktina með okkur alla daga á stóran þátt í að rekstur félagsins gekk vel og vil ég þakka því sérstaklega,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi, í afkomutilkynningu sem var gefin út í dag.

Þar kemur fram að rekstur Krónunnar og Elko hafi verið umfram væntingar en rekstur N1 verið undir væntingum vegna takmarkana vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

„Um 15% söluaukning var í Krónunni og ELKO á milli ára og rekstur N1 er ásættanlegur þrátt fyrir minni umferð, fækkun ferðamanna og minni umsvif í sjávarútvegi.  Kaup okkar á Íslenskri orkumiðlun og Ísey Skyr Bar munu styrkja okkur enn frekar til að sækja fram. Við erum með 35,5% eiginfjárhlutfall og sterkt sjóðstreymi. Horfur í rekstrinum eru góðar og félagið vel í stakk búið til að takast á við verkefnin framundan,“  segir Eggert einnig í tilkynningunni.

Framlegð af vöru- og þjónustusölu á öðrum ársfjórðungi 2020 voru rúmir 5,2 milljarðar króna samanborið við rétt rúmlega 5 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi síðasta árs, sem samsvarar 3,9% aukningu milli ára.

EBITDA nam 1.703 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi 2020 samanborið við 1.892 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi 2019, sem jafngildir 10% lækkun. Eigið fé í lok ársfjórðungsins var tæplega 29,3 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 35,5% og jafngildir það 0,2% hækkun samanborið við eiginfjárhlutfall í lok síðasta árs.

Nettó vaxtaberandi skuldir án leiguskulda hafa aukist um 558 milljónir króna frá lokum síðasta árs. EBITDA spá fyrir árið 2020 er óbreytt og er á bilinu 7,1 til 7,7 milljarðar króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK