Zuckerberg metinn á 100 milljarða

Er Zuckerberg þannig orðinn hluti af fámennum hópi auðkýfinga sem …
Er Zuckerberg þannig orðinn hluti af fámennum hópi auðkýfinga sem metnir eru á 100 milljarða dala eða meira. Fyrir eru í þeim hópi einungis Jeff Bezos, stofnandi Amazon, og Bill Gates, stofnandi Microsoft. AFP

Mark Zuckerberg, stofnandi og einn stærsti eigandi Facebook, er nú metinn á rúmlega 100 milljarða Bandaríkjadala, í kjölfar þess að Instagram, undirfyrirtæki Facebook, kynnti nýjan eiginleika sem líkist því sem fram fer á TikTok.

Er Zuckerberg þannig orðinn hluti af fámennum hópi auðkýfinga sem metnir eru á 100 milljarða dala eða meira. Fyrir eru í þeim hópi einungis Jeff Bezos, stofnandi Amazon, og Bill Gates, stofnandi Microsoft.

Facebook gaf á miðvikudag út Instagram Reels, sem gerir notendum kleift að deila stuttum myndböndum til fylgjenda sinna, svipað því sem gerist á TikTok, á sérstakri efnsveitu, en hlutabréf í Facebook hækkuðu um rúmlega sex prósent við útgáfu Reels.

Framtíð hins geisivinsæla kínverska samfélagsmiðlaforrits TikTok í Bandaríkjunum er óljós, en Trump hefur tilkynnt að lokað verði fyrir TikTok í Bandaríkjunum 15. september hafi bandarískt fyrirtæki ekki keypt bandaríska hluta þess, auk þess sem hann hefur bannað bandarískum fyrirtækjum að eiga viðskipti við TikTok. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK