Veltan dróst saman en hagnaður svipaður

Myllusetur er útgefandi Viðskiptablaðsins, Fiskifrétta og Íslenska sjómannaalmanaksins.
Myllusetur er útgefandi Viðskiptablaðsins, Fiskifrétta og Íslenska sjómannaalmanaksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Velta Mylluseturs, útgefanda Viðskiptablaðsins, Fiskifrétta og Íslenska sjómannaalmanaksins, dróst saman úr rúmum 296 milljónum árið 2018 í tæpa 281 milljón króna árið 2019, samkvæmt ársreikningi félagsins. Hagnaður félagsins nam 1,6 milljónum á síðasta ári, sem er sambærilegt við árið á undan, þegar hagnaðurinn var 1,9 milljónir.

Rekstrargjöld félagsins lækka samhliða lægri rekstrartekjum og nema þau 273 milljónum í fyrra, miðað við 290 milljónir árið á undan.

Skuldir félagsins lækka um 34 milljónir milli ára og nema tæplega 100 milljónum. Að sama skapi lækka veltufjármunir, sem aðallega samanstanda af viðskiptakröfum, úr 151 milljón í 132 milljónir milli ára.

Handbært fé í lok árs nam rúmlega 500 þúsund krónum, en var í lok árs 2018 35 þúsund krónur.

Meðalfjöldi starfsmanna var óbreyttur milli ára, eða 18 manns.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK