Ekk­ert fékkst í 127 millj­óna þrot Nordic Smile

Tannheilsuferðamennska átti að skila töluverðum hagnaði en endaði í gjaldþroti …
Tannheilsuferðamennska átti að skila töluverðum hagnaði en endaði í gjaldþroti og voru engar eignir í búinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Engar eignir fundust í þrotabúi Nordic Smile ehf. og var því skiptum lokið 24. febrúar 2020 án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur. Alls námu lýstar kröfur 127,8 milljónum króna, þar af námu forgangskröfur 29,8 milljónum.

Félagið hóf starfsemi í byrjun árs 2011 og nýtti það sænska aðferð við tannígræðslur, þótti hún nákvæmari og mun ódýrari þegar miðað var við önnur lönd, allt að þriðjungi ódýrara en í Bretlandi og Bandaríkjunum og var stefnt að því að fá erlenda ferðamenn til Íslands í tannígræðslur.

Um 200 viðskiptavinir höfðu leitað til Nordic Smile áður en dyrum fyrirtækisins var lokað í júlí 2011. Með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum 4. maí 2012 var búið tekið til gjaldþrotaskipta.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK