Magnús sviðsstjóri endurskoðunar hjá KPMG

Magnús Jónsson.
Magnús Jónsson. Ljósmynd/Aðsend

Magnús Jónsson tók ný­verið við sem sviðsstjóri end­ur­skoðunar KPMG. 

Magnús hóf störf hjá KPMG árið 2001, hlaut löggildingu sem endurskoðandi 2008, varð hluthafi árið 2011 og hefur verið ábyrgur fyrir starfsemi KPMG á Austurlandi um árabil. Hann hefur auk þess gegnt hlutverki fagstjóra endurskoðunar sem felur m.a. í sér ábyrgð á gæðamálum, fræðslu og starfsþróun á endurskoðunarsviði félagsins, að því er fram kemur í tilkynningu.

Magnús hef­ur um­fangs­mikla reynslu af endurskoðun og stjórnun endurskoðunarverkefna. Hann hefur verið endurskoðandi fjölmargra sveitarfélaga og aðila er tengjast almannahagsmunum auk þess að sinna fjölbreyttum verkefnum á svið reikningsskila og skattamála. Þá hefur Magnús setið í Siðanefnd Félags löggiltra endurskoðenda og stjórn KPMG ehf.

Hjá KPMG starfa um 280 manns og þar af um 120 manns á endurskoðunarsviði. Starfsstöðvar félagsins eru alls 16 talsins og starfar um þriðjungur starfsmanna utan Reykjavíkur. KPMG hefur ávallt nýtt tækifæri og mannauð óháð staðsetningu og með aukinni tækni er slíkt enn auðveldara en fyrr. Endurspeglar ráðning Magnúsar sem er búsettur á Egilsstöðum þær áherslur og þróun með ágætum hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK