Helgi ráðinn framkvæmdastjóri Verne Global hf.

Helgi Helgason hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Verne Global hf.
Helgi Helgason hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Verne Global hf. Ljósmynd/Aðsend

Helgi Helgason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri gagnavers Verne Global á Íslandi. Helgi gekk til liðs við Verne Global árið 2008, þar sem hann gegndi lykilhlutverki í framþróun fyrirtækisins frá því að vera sprotafyrirtæki í fyrirtæki sem býður upp á háþróaðar gagnaverslausnir á heimsmælikvarða. 

Þetta kemur fram tilkynningu frá Verne Global.

Starf Helga felst í því að tryggja áframhaldandi þjónustu í hæsta gæðaflokki til viðskiptavina Verne Global samhliða því að hafa yfirumsjón með daglegum rekstri, viðhaldi og að tryggja að öryggis- og reglugerðakröfur séu uppfylltar.

Helgi er menntaður tölvutæknifræðingur frá SDU í Danmörku og er með meistaragráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Verne Global býður upp á sjálfbærar hágæða gagnaverslausnir í öruggu umhverfi.

Fjárfestu nýlega fyrir 27 milljónir dala

„Nýlega tilkynntum við um fjárfestingu upp á 27 milljónir dollara fyrir stækkun gagnavers Verne Global á Íslandi. Umfangsmikil reynsla Helga og leiðtogahæfni munu koma til með að vera ómetanleg í þeim vexti sem framundan er,“ er haft eftir Dominic Ward, forstjóra Verne Global í tilkynningunni.

„Við erum hæstánægð að Helgi skuli leiða stækkun gagnaversins til að auka afkastagetu og útvíkka þjónustuframboð, ásamt því að tryggja að núverandi viðskiptavinir njóta áframhaldandi þjónustu í hæðsta gæðaflokki,“ bætir hann við.

Spenntur að taka við

„Ég er spenntur að taka við stöðu framkvæmdastjóra og taka þátt í því að þróa áfram gagnaver á heimsmælikvarða, þar sem við nýtum þá sérstöðu sem Ísland hefur upp á bjóða varðandi hreina orku, öruggt rafmagn og hagstæða loftkælingu,“ er haft eftir Helga.

„Ég hlakka til að leiða áfram starfsmenn Verne Global á Íslandi, þar sem við munum sem áður kappkosta að bjóða upp á þá frábæra þjónustu sem viðskiptavinir okkar kunna að meta og endurspeglast í áframhaldandi vexti viðskiptavina okkar til margra ára,“ segir hann jafnframt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK