Hopp opnar í smábæ á Spáni

Hopp-skúturnar fara að skjóta uppi kollinum á Spáni á allra …
Hopp-skúturnar fara að skjóta uppi kollinum á Spáni á allra næstu dögum. Ljósmynd/Hopp

Rafhlaupahjólaleigan Hopp fékk í dag sérleyfi fyrir starfsemi í bænum Orihuela Costa á suðurströnd Spánar, þar sem íbúar eru um 120 þúsund. Þar verða hinar grænu og bleiku rafskútur sem margir kannast við teknar í gagnið, 70 talsins, en áætlað er að stækka flotann fyrir lok árs.

„Markmiðið er að auðvelda fyrirtækjum að opna þjónustu á borð við þessa, til dæmis í minni borgum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson, rekstrarstjóri Hopp. 

„Við ætlum okkur að stækka strax eftir áramót ef vel gengur,“ segir hann.

Félagið GO2PLACE S.L., sem er í eigu Íslendinga, er ábyrgt fyrir rekstrinum á svæðinu, í samstarfi við Hopp sem hefur nú sérleyfi fyrir starfseminni. 

Hopp leitast nú eftir því að opna á fleiri stöðum …
Hopp leitast nú eftir því að opna á fleiri stöðum á Íslandi, sem og í Evrópu. Ljósmynd/Hopp

Vilja opna á fleiri stöðum

Eyþór segir vel koma til greina að Hopp hefji starfsemi víðar í Evrópu: „Okkur langar að búa til rekstrargrundvöll fyrir samgöngufyrirtæki, sem eru rekin af fólki á svæðinu fyrir fólkið á svæðinu.“

Eins sé fyrirtækið opið fyrir því að hefja starfsemi á fleiri stöðum innanlands, svo sem á Akureyri og í Vestmannaeyjum.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK