Skeljungur kaupir hlut í Brauði og Gló

Úr bakaríi Brauðs & Co á Frakkastíg.
Úr bakaríi Brauðs & Co á Frakkastíg. mbl.is/Golli

Olíufélagið Skeljungur festi á fyrri árshelmingi kaup á fjórðungshlut í Brauð & Co og Gló ehf., en þau reka samnefnd bakarí og veitingastaði.

Greint er frá kaupunum í árshlutauppgjöri Skeljungs sem var birt fyrr í dag.

„Markmiðið með þessum fjárfestingum er að nýta staðsetningar okkar betur ásamt því að bjóða upp á fjölbreyttara vöruúrval í verslunum okkar,“ er haft eftir Árna Pétri Jónssyni, forstjóra Skeljungs, í tilkynningu.

Kaupverðið er ekki gefið upp en hjónin Birgir Þór Bielt­vedt og Eygló Björk Kjart­ans­dóttir hafa verið meiri­hluta­eig­endur í bæði Brauði & Co og Gló und­an­farin ár.

Bak­ar­inn Ágúst Einþórs­son seldi í fyrra hlut sinn í Brauði & Co til meðstofn­enda sinna, þeirra Birg­is og Þóris Snæs Sig­ur­jóns­son­ar.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK