Frjáls fjölmiðlun tapar 318 milljónum

FF seldi DV til Torgs í fyrra.
FF seldi DV til Torgs í fyrra. mbl.is/Arnar

Fjölmiðlafyrirtækið Frjáls fjölmiðlun (FF) tapaði tæpum 318 milljónum króna í fyrra. Jókst tapið frá árinu 2018 þegar það nam tæpum 240 milljónum króna.

Undir lok árs í fyrra keypti Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, helstu eignir Frjálsrar fjölmiðlunar, þar á meðal útgáfuréttinn að DV og vefmiðilinn dv.is. Eini eigandi FF er skráður félagið Dalsdalur ehf. sem aftur er í 100% eigu Sigurðar G. Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns.

Eigið fé FF var neikvætt sem nam tæpri 261 milljón í lok síðasta árs og hafði staðan versnað um tæpar 200 milljónir á rekstrarárinu. Heildarskuldir félagsins voru í árslok 657,4 milljónir en eignir voru metnar á 396,5 milljónir.

Rekstrartekjur félagsins námu 359 milljónum í fyrra og höfðu dregist saman um ríflega 20 milljónir frá fyrra ári. Prentun, dreifing og vörukaup kostaði félagið 87,6 milljónir, samanborið við 112,2 milljónir árið 2018. Laun og annar starfsmannakostnaður höfðu einnig lækkað verulega og námu 336 milljónum, samanborið við 418,4 milljónir árið áður. Annar rekstrarkostnaður jókst um ríflega 6,7 milljónir og nam 54,9 milljónum. Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður fór úr 15 milljónum í 9,1 milljón.

Það var hins vegar bókfærð virðisrýrnun óefnislegra eigna félagsins sem hafði mest áhrif á neikvæða afkomu og nam hún 152,5 milljónum. Mesta niðurfærslan tengdist útgáfuréttindum sem voru metin á 444,3 milljónir ársbyrjun en voru komin niður í 28,9 milljónir í árslok.

Þrátt fyrir neikvæða afkomu síðasta árs og neikvæða eiginfjárstöðu segir í skýrslu stjórnar sem fylgir ársreikningi ársins 2019 að ekki leiki vafi á rekstrarhæfi félagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK