Fortnite í mál við Google og Apple

Fortnite hefur nú verið fjarlægt af App Store og Google …
Fortnite hefur nú verið fjarlægt af App Store og Google Play. AFP

Tölvuleikjaframleiðandinn Epic Games, sem framleiddi meðal annars hinn geysivinsæla leik Fortnite, hefur stefnt Apple og Google fyrir að hafa eytt leiknum út af smáforritaveitum fyritækjanna. Fortnite er nú hvorki hægt að sækja í App Store veitu Apple né Google Play veitu Android. Epic Games var sagt hafa reynt að komast hjá því að borga Apple og Google hluta þeirra kaupa sem hægt er að gera innan Fortnite leiksins. BBC greinir frá.

Fortneite er án efa einn vinsælasti tölvuleikur í heiminum þessa stundina. Leikinn er hægt að spila bæði í leikjatölvu á borð við Playstation en einnig í snjallsíma. Leikurinn er ókeypis en hægt er að kaupa ýmis varning innan leiksins og er Epic Games sakað um að hafa hlunnfarið Apple og Google um 30% hlut af tekjum þessara viðskipta.

Nú hafa Google og Apple bæði tekið leikinn út af sínum smáforritaveitum og hefur Epic Games stefnt fyrirækjunum í kjölfarið.

Í Apple símum er eingöngu boðið upp eina smáforritaveitu, App Store, en í Android símum er hægt að nota fleiri veitur en þá stærstu, Google Play, þannig Android notendur geta enn sótt leikinn í símann sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK