„Upp og niður“ í alllangan tíma

Þotur Icelandair.
Þotur Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

„Við höfum verið að gera ráð fyrir því, allt frá því í vor, að þetta gangi svolítið upp og niður í alllangan tíma,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, um nýkynntar væntanlegar hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins.

Samkvæmt þeim þurfa öll þau sem koma til Íslands að fara í skimun og landa­mær­un­um frá og með miðviku­deg­in­um 19. ág­úst. Síðan fer fólk í sótt­kví og aðra sýna­töku að fjór­um til sex dög­um liðnum.

„Okkar áætlanir breytast ekki neitt við þetta. Auðvitað hefur þetta áhrif „traffikina“ til skemmri tíma og hefur verulega neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna,“ segir Bogi en Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að með þessu sé búið að loka íslenskri ferðaþjónustu.

Ekki hefur verið greint frá því hversu lengi nýjar aðgerðir á landamærunum gildi en Bogi segir ljóst að þær muni vissulega hafa áhrif á flug Icelandair. Eftirspurningin minnki og framboð sömuleiðis. 

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. mbl.is/Arnþór Birkisson

Forstjórinn vonast þó til þess að þetta verði ekki of langur tími. „En við erum alveg búin undir að þetta verði nokkrir mánuðir í viðbót þar sem eftirspurn verður lítil og miklar ferðatakmarkanir. Við erum auðvitað á hverjum tíma tilbúin til að fljúga meira þegar tækifæri gefast.“

Fjárhagsleg endurskipulagning Icelandair er á síðustu metrunum og stefnt er því að halda hlutafjárútboð í lok mánaðar. Bogi segir þessar aðgerðir ekki hafa nein áhrif á það.

„Grunnmyndin sem við höfum stillt upp allt frá því í vor hefur gert ráð fyrir svona sveiflum. Við höfum gert ráð fyrir því að fljúga frekar lítið allt fram á næsta vor.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK