Minni smithætta með tilkomu eTags

Helgi Andri Jónsson, framkvæmdastjóri SalesCloud.
Helgi Andri Jónsson, framkvæmdastjóri SalesCloud. Ljósmynd/Aðsend

„Hugmyndin spratt upp af því að við tókum eftir því hvað launakostnaður er þungur í veitingageiranum og okkur langaði að búa eitthvað til sem myndi létta aðeins á,” segir Helgi Andri Jónsson, framkvæmdastjóri SalesCloud, í samtali við mbl.is.

SalesCloud er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem hefur þróað og sett á markað lausn býður viðskiptavinum upp á snertilausa sjálfsafgreiðslu, til dæmis við pantanir á veitingastöðum.

Lausnin ber heitið eTags og er einföld í notkun. Hún virkar þannig að eftir að viðskiptavinur sest við borð á veitingastað ber hann símann sinn upp að þar til gerðu eTag-merki á borðinu eða spjaldi og við það opnast matseðill veitingarstaðarins. Viðskiptavinurinn getur svo bæði pantað í símanum og greitt fyrir pöntunina.

Sparar tíma og minnkar álag á starfsfólk

„Aðalmálið í þessu er að þú þarft ekki að hlaða niður einhverju appi.” segir Helgi. Þrátt fyrir að lausnin hafi ekki verið hönnuð með smitvarnir í huga þá er ljóst að hún minnkar notkun fjölnota matseðla og posa sem flestir viðskiptavinir þyrftu annars að handleika.

„Þetta er frábær lausn að svo mörgu leyti. Frá sjónarmiði viðskiptavinarins má til dæmis nefna að ekki þarf að bíða eftir þjónustu til að panta og eins sparast tíminn sem getur farið í að bíða eftir að fá að greiða fyrir máltíðina.

Frá sjónarmiði rekstraraðilans má horfa til þess að álag á starfsfólkið verður minna og eins getur launakostnaður lækkað þar sem færri þjóna þarf á hverja vakt á þeim stöðum sem notast við eTags,” segir Helgi og bætir við:

„Alla jafna er þetta mjög sniðug lausn sem við höfum smíðað og það má eiginlega segja að hún sé það sérstaklega núna í ljósi þess heilbrigðisástands sem ríkir í heiminum. Allar leiðir sem takmarka smitleiðir hljóta að vera vel þegnar og eTags er svo sannarlega ein af þeim“.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK