ELKO opnar á Akureyri

Verslun ELKO í brottfarasal flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.
Verslun ELKO í brottfarasal flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. mbl.is

Raftækjaverslunin ELKO stefnir að opnun á um 1.000 fermetra stórri verslun á Akureyri á næstunni. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla. Fyrirhugað er að verslun ELKO muni opna að Tryggvabraut 18 en í dag N1 verslun sína þar. Áætlað er að 12-15 störf skapist við opnun verslunarinnar en þegar hefur verið auglýst eftir verslunarstjóra.

Í tilkynningu segir að starfsmönnum ELKO hlakki til að þjónusta íbúa Akureyrarbæjar og nágrennis. Veglegum opnunartilboðum og ýmsu „húllumhæi“ er lofað við opnun verslunarinnar, þó innan marka þeirra sóttvarnarreglna sem þá verða í gildi.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK