Bakarí Jóa Fel í kröppum dansi

Jói Fel Kaffihús í Borgartúni hefur lokað.
Jói Fel Kaffihús í Borgartúni hefur lokað. mbl.is/Stefán E. Stefánsson

Ýmsir ráku upp stór augu í byrjun vikunnar þegar þeir komu að luktum dyrum í Borgartúni 29 þar sem Jói Fel hefur rekið bakarí og kaffihús frá því í ágústmánuði í fyrra. Starfsemi fyrirtækisins hófst í húsinu síðastliðið haust í kjölfar þess að Kornið bakarí, sem verið hafði með starfsemi þar, lenti í greiðslustöðvun og hætti starfsemi.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ViðskiptaMogginn ekki náð sambandi við Jóhannes Felixson, eiganda bakarísins, vegna lokunarinnar. Heimildir blaðsins herma hins vegar að eigandi húsnæðisins hafi ákveðið að höfða útburðarmál vegna vangoldinnar húsaleigu. Önnur gögn sem ViðskiptaMogginn hefur fengið aðgang að sýna að vanskil fyrirtækisins nema tugum milljóna en þau tengjast ekki einvörðungu húsaleigu, heldur fjölbreyttum tegundum viðskiptaskulda.

Heimildir ViðskiptaMoggans herma að nú sé til skoðunar að loka fleiri útsölustöðum fyrirtækisins, m.a. í Smáralind í Kópavogi og við Hringbraut í Reykjavík. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort af því verður. Fyrirtækið er með fimm útsölustaði í rekstri í kjölfar lokunarinnar í Borgartúni.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK