Innheimtuaðgerðum verði frestað vegna Covid-19

Tíu hvalaskoðunarbátar eru í eigu Norðursiglingar.
Tíu hvalaskoðunarbátar eru í eigu Norðursiglingar. mbl.is/Helgi

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings hefur lagt til við byggingaráð að innheimtuaðgerðum við Norðursiglingu vegna samkomulags um greiðslu farþegagjalda fyrir árin 2015 til 2018 verði frestað um óákveðinn tíma vegna kórónuveirunnar.

Að sögn Stefáns Jóns Sigurgeirssonar, framkvæmdastjóra Norðursiglingar sem heldur úti hvalaskoðun, var samkomulag gert við sveitarfélagið fyrir tveimur árum. Óskað var eftir því að ákveðnum gjalddögum sem áttu að vera í sumar yrði frestað vegna Covid-19. Því var neitað, segir hann og bætir við að samtal hafi í kjölfarið farið fram um að staðan yrði aftur tekin í haust vegna gjaldanna án þess að farið yrði í innheimtuaðgerðir. Vildi fyrirtækið sjá hvernig sumarið myndi skila sér.

Helmingur bátanna legið kyrr 

Norðursigling hefur farið í siglingar á Skjálfanda í sumar en ekki á Hjalteyri og Grænlandi eins og venjan hefur verið. Fyrirtækið á tíu báta en um helmingur þeirra hefur legið kyrr vegna rólegri tíðar í sumar. Fimmtán starfsmönnum var jafnframt sagt upp í vor vegna veirunnar.

Fjöldi þeirra sem hefur farið í hvalaskoðun á vegum fyrirtækisins nemur um 30 prósentum af því sem hann var í fyrra. Venjulega eru útlendingar um 98% viðskiptavina en þeim snarfækkaði í sumar. Á móti kemur að Íslendingum fjölgaði umtalsvert.

Norðursigling notar gamla íslenska eikarbáta sem áður þjónuðu sem fiskiskip …
Norðursigling notar gamla íslenska eikarbáta sem áður þjónuðu sem fiskiskip við starfsemi sína. Ljósmynd/Heimir Harðarson

Færri farþegar vegna 2 metra reglu

Lækka þurfti gjaldskrána, að sögn Stefáns, sem bætir við að ágúst hafi byrjað mjög vel. „Það var kominn góður gangur í þetta en svo þurftum við að gera ýmsar ráðstafanir út af covid,“ segir hann.

Þær snerust um að fækka þeim farþegum sem gátu verið um borð í hverju skipi um í kringum helming. Til að geta sinnt tveggja metra reglunni sem skyldi var einum til tveimur bátum bætt við sem notaðir voru í siglingarnar.

„Sumarið var mun betra heldur en maður þorði að vona í vor. Það var leiðinlegt að þetta skyldi lokast aftur. Það verður erfitt að sjá hvað mun skila sér af ferðamönnum til landsins núna,“ segir Stefán.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK