Hafa sótt um nýtt starfsleyfi í Straumsvík

Álver Rio Tinto í Straumsvík.
Álver Rio Tinto í Straumsvík. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rio Tinto á Íslandi hf. hefur sótt um nýtt starfsleyfi fyrir álver ISAL í Straumsvík en núverandi starfsleyfi rennur út 1. nóvember 2020. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar í gær.

„Þess skal getið til upplýsinga að heimilt er skv. 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir að framlengja gildistíma starfsleyfis á meðan nýtt starfsleyfi er í vinnslu, að hámarki til eins árs, hafi fullnægjandi umsókn um nýtt starfsleyfi borist útgefanda.

Unnið er úr umsókninni og að gerð starfsleyfistillögu. Tillaga að starfsleyfi verður auglýst opinberlega þegar hún liggur fyrir og gefst þá öllum tækifæri að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin,“ segir á vef Umhverfisstofnunar.

Alþjóðlega námu­fyr­ir­tækið Rio Tinto færði niður eign­ir fyr­ir­tæk­is­ins vegna ál­vers­ins um 269 millj­ón­ir banda­ríkja­dala, eða sem nem­ur 37 millj­örðum ís­lenskra króna, í síðasta árshlutauppgjöri. Er þar um að ræða bók­færða eign vegna væntra tekna í framtíðinni. Tel­ur fyr­ir­tækið ekk­ert virði í slíkri eign leng­ur og hef­ur niður­fært virði henn­ar niður í ekki neitt.

Rio Tinto kærði í júlí Lands­virkj­un til Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins og sagði raf­orku­fram­leiðand­ann hafa mis­notað markaðsráðandi stöðu sína á raf­orku­markaði. Kom jafn­framt fram að ef Lands­virkj­un léti ekki af „skaðlegri hátt­semi sinni“ hefði Rio Tinto ekki ann­an kost en að íhuga að segja upp orku­samn­ingi sín­um og virkja áætl­un um lok­un. Sagði Rio Tinto jafn­framt að fyr­ir­tækið gæti ekki haldið áfram að fram­leiða ál hér á landi nema verðlagn­ing­in væri gagn­sæ og sann­gjörn.

Í fram­hald­inu svaraði for­stjóri Lands­virkj­un­ar því til að Rio Tinto hefði neitað að aflétta trúnaði af samn­ingi sín­um við Lands­virkj­un. Iðnaðarráðherra hef­ur jafn­framt tekið und­ir að rétt væri að samn­ing­ur­inn yrði gerður op­in­ber, en Rio Tinto hef­ur hins veg­ar gefið upp að fyrir­tækið telji ekki rétt að opna orku­samn­ing­inn nema önn­ur stóriðju­fyr­ir­tæki geri það líka.

Hóp­ur stétt­ar­fé­laga starfs­manna sem vinna í ál­ver­inu í Straums­vík, það er að segja VM, Fé­lag vél­stjóra og málm­tækni­manna, Rafiðnaðarsam­band Íslands fyr­ir hönd FÍR og FRV, FIT, VR og Hlíf, vísuðu öll kjara­deilu sinni við Rio Tinto í Straums­vík til sáttameðferðar í júlí.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK