Krefjast gjaldþrotaskipta bakarískeðju Jóa Fel

Jói Fel hefur átt í rekstrarerfiðleikum að undanförnu.
Jói Fel hefur átt í rekstrarerfiðleikum að undanförnu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur krafist gjaldþrotaskipta hjá bakarískeðjunni Jóa Fel vegna vangoldinna iðgjalda sem fyrirtækið hefur innheimt af launum starfsfólks en ekki skilað til sjóðsins. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins.

Sömuleiðis hefur fyrirtækið ekki greitt mótframlag sitt til sjóðsins af launum viðkomandi starfsmanna. Þannig hefur skuld við lífeyrissjóðinn hlaðist upp allt frá því í apríl í fyrra.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir að vanskil fyrirtækisins hafi haft ýmis neikvæð áhrif á starfsfólk þess. Meðal annars hafi það ekki getað sótt um sjóðfélagalán hjá lífeyrissjóðnum þar sem það uppfyllir ekki lánareglur hans vegna vanskila fyrirtækisins.

Á dagskrá héraðsdóms í september

Málið er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur miðvikudaginn 9. september næstkomandi. Allar líkur eru á að lyktir muni fást í málið þann dag þar sem fyrirtækið hefur nú þegar dregið á frest sem hægt er að óska í málum af þessu tagi. Reyndist fresturinn sem veittur var nokkuð lengri en venja er til þar sem dómstóllinn tók réttarhlé vegna sumarleyfa.

Ástæðan fyrir kröfu lífeyrissjóðsins er stór skuld fyrirtækisins við sjóðinn vegna ógreiddra iðgjalda af launum starfsfólks.

Engin iðgjöld greidd

Morgunblaðið hefur farið yfir gögn sem sýna að engin iðgjöld eða mótframlag atvinnurekanda hafa verið greidd af launum tiltekinna starfsmanna fyrirtækisins frá því í apríl í fyrra. Önnur gögn staðfesta að þótt ekkert hafi skilað sér til lífeyrissjóðsins hefur fyrirtækið innheimt iðgjöldin af starfsfólki og haldið þeim eftir.

Ekki hefur náðst í Jóhannes Felixson, eiganda fyrirtækisins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Því hefur ekki fengist staðfest að sami háttur hafi verið hafður á í tilvikum allra starfsmanna fyrirtækisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK