„Við höfum lokið fyrri hálfleik“

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við höfum lokið fyrri hálfleik,“segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri um baráttu stjórnvalda við kórónuveiruna. Hann segir að spár um efnahagslegar afleiðingar faraldursins hafi verið svartsýnar, en hafi ekki gert ráð fyrir aðgerðum stjórnvalda.

Þetta sagði Ásgeir á opnum fjarfundi efnahags- og viðskiptanefndar um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis í dag.

Ásgeir segir að aðgerðir stjórnvalda og SÍ hafi gengið vel. Bakslag hafi komið með nýjum faraldri hér á landi og nýjum lokunum.

„Þess vegna tala ég um seinni hálfleik,“ segir Ásgeir. „Okkur hefur gengið vel að vinna saman í fyrri hálfleik. Vonandi gengur það líka vel í þeim seinni.“

Fjarfundurinn í dag var sá fyrsti sem sendur var út með þessum hætti á Alþingi.

Seðlabankastjóri var gestur fundarins, en hann kynnti skýrslu peningastefnunefndar. Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, var einnig gestur fundarins, en þeir tóku við fyrirspurnum nefndarmanna um skýrsluna.

Eins og mbl.is hefur greint frá ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum í 1%. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans eru horfur á að landsframleiðslan dragist saman um 7% í ár. Fyrri spár reiknuðu með 8% samdrætti, en Ásgeir sagði að sú spá hefði þótt afar bjartsýn þegar hún var lögð fram.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hækkun bóta gæti haft áhrif á ungt fólk

Í svar við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur segir Ásgeir að atvinnuleysi sé nú helsti efnahagsvandi þjóðarinnar. Ríkisstjórn hafi gripið til réttra aðgerða með því að heimila einstaklingum að vera lengur á atvinnuleysisbótum. Hækkun bóta geti hins vegar haft áhrif á „einkum ungt fólk sem er að fara út á vinnumarkaðinn í fyrsta skipti“ og leitt til þess að vilji til atvinnusóknar minnki.

Frekar skuli haldið í frekari atvinnusköpun, m.a. í gegn um fjárfestingar í innviðum, sem mikil þörf sé á.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK