Veita ekki óverðtryggð lán

Skarpar vaxtalækkanir hafa verið á íbúðalánum undanfarið en Seðlabankinn hefur …
Skarpar vaxtalækkanir hafa verið á íbúðalánum undanfarið en Seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti fjórum sinnum á þessu ári og standa þeir nú í 1%. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Lífeyrissjóðurinn Birta tekur ekki við nýjum umsóknum um óverðtryggð sjóðfélagalán í bili. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir ástæðuna þá að stjórnendur og stjórn sjóðsins vilji gefa sér tíma til að endurskoða óverðtryggðu lánin sem Birta býður sínum sjóðsfélögum upp á. 

Þess má vænta að nýr flokkur óverðtryggðra lána verði í boði í kringum áramót þegar lánsframboð sjóðsins hefur verið endurskoðað en Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu, segir að mögulega muni nýi flokkurinn standa fyrr til boða. 

„Þetta er tímabundið. Við erum að endurskoða lánin sem hafa verið í boði og verða í boði. Það lýtur fyrst og fremst að vaxtagrunninum og vaxtaálaginu. Það er meginástæðan fyrir því að við erum að endurskoða þetta,“ segir Ólafur.

Lágir vextir

Skarpar vaxtalækkanir hafa verið á íbúðalánum undanfarið en Seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti fjórum sinnum á þessu ári og standa þeir nú í 1%. Markaðshlut­deild bank­anna á íbúðalána­markaði hef­ur auk­ist hratt und­an­farna mánuði.

Spurður hvort það hafi verið eitthvað sérstakt sem endurskoða þurfti segir Ólafur:

„Vextir eru auðvitað lágir, samanber stýrivextir, og svo er eftirspurnin eitthvað sem við erum að endurmeta. Það eru auðvitað margir sem eru að endurfjármagna og margir sem sækja til okkar.“

Endurskoða fjárfestingastefnu í haust

Eftirspurn eftir óverðtryggðum lánum hafði aukist undanfarið hjá Birtu. 

„[Það er] að hluta til líka ástæðan. Við erum með fjárfestingastefnu og endurskoðum hana í haust með stjórn,“ segir Ólafur. 

Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær gætu greiðslur af óverðtryggðum hús­næðislán­um hækkað veru­lega ef stýri­vext­ir Seðlabank­ans þokast aft­ur upp á við.

Þær lánsumsóknir sem þegar hafa borist sjóðnum vegna óverðtryggðra lána verða afgreiddar á næstu vikum og mánuðum. Sjóðurinn býður enn upp á verðtryggð lán til sinna sjóðfélaga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK