Verkefnastaðan þurrkaðist upp

Hópar vilja skoða Gullfoss.
Hópar vilja skoða Gullfoss. mbl.is/Árni Sæberg

Nær öll verkefnastaða ferðaþjónustufyrirtækisins Snælands-Grímssonar hefur þurrkast upp fram að áramótum, að sögn Hallgríms Lárussonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Snæland-Grímsson er samstarfsaðili bresk-þýsku ferðaskrifstofunnar TUI á Íslandi.

Í júní sl. var sagt frá því í Morgunblaðinu að TUI hefði bókað þúsundir ferðamanna hingað til lands í vetur í gegnum Snæland-Grímsson og mikill áhugi væri fyrir hendi. Eftir að síðustu takmarkanir á ferðum til Íslands tóku gildi hinn 19. ágúst sl., þar sem kveðið er á um tvær sýnatökur á landamærum með fimm daga sóttkví á milli, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins, er staðan orðin gjörbreytt að sögn Hallgríms. „Við vorum búin að stilla upp alls konar hópum og verkefnum á haustmánuðum, en það fór allt í uppnám við þessar ráðstafanir og dó nær allt út. Það kemur ekki aftur þó að opnað sé á ný. Það er svo mikið undir með svona hópa, hótelpantanir og önnur þjónusta, og ekki hægt að hringla endalaust með þetta. Svo fór öll flugáætlun í uppnám. Nú sér maður ekki fram á neitt fyrr en eftir áramót í fyrsta lagi. Skaðinn er skeður.“

Unnið langt fram í tímann

Ferðaþjónustufyrirtæki eins og Snæland-Grímsson vinna yfirleitt langt fram í tímann, og nú er unnið að ferðabókunum næsta vor og sumar upp á von og óvon. „Það er bullandi áhugi. Maður vonar bara það besta.“

Snæland-Grímsson hefur sagt upp nær öllu sínu starfsfólki. Kallar Hallgrímur eftir frekari aðgerðum stjórnvalda til að hjálpa ferðaskrifstofum í gegnum mestu erfiðleikana.

Hallgrímur segir að eðlilega sé lítið að gera hjá fyrirtækinu sem stendur. Í sumar hafi einhverjir hópar komið til landsins á vegum ferðaskrifstofunnar, en þó bara brot af því sem vant er.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 4. september. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK