Icelandair gerir samstarfssamning við easyJet

Gert er ráð fyrir að þjónustan verði virk á næstu …
Gert er ráð fyrir að þjónustan verði virk á næstu vikum og þegar markaðsaðstæður leyfa. mbl.is/Árni Sæberg

Icelandair hefur gert samstarfssamning við breska flugfélagið easyJet. Með samningnum gerist Icelandair aðili að stafrænni bókunarþjónustu easyJet, Worldwide by easyJet. 

Með bókunarþjónustunni geta farþegar sjálfir bókað flug með easyJet og fjölmörgum samstarfsflugfélögum á sjálfvirkan og einfaldan hátt og þannig aukið möguleika á tengiflugi til fjölda áfangastaða um allan heim. 

Fram kemur í tilkynningu frá Icelandair að gert er ráð fyrir að þjónustan verði virk á næstu vikum og þegar markaðsaðstæður leyfa. Þá munu farþegar geta bókað flug frá áfangastöðum easyJet í Evrópu og áfram inn í leiðakerfi Icelandair til áfangastaða bæði í Evrópu og Norður-Ameríku.

Icelandair er nú þegar í samstarfi við önnur flugfélög á borð við SAS, Finnair og airBaltic í Evrópu og Jetblue og Alaska Airlines í Bandaríkjunum. 

Worldwide by easyJet tengir saman yfir fimm þúsund flugleiðir víða um heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK