Rannsaka nýjan galla í 787-þotum Boeing

787-þota Japan Airlines á flugvellinum í San Francisco.
787-þota Japan Airlines á flugvellinum í San Francisco. AFP

Bandarísk flugmálayfirvöld rannsaka nú framleiðslugalla í þotum Boeing af gerðinni 787, eftir að flugvélaframleiðandinn tilkynnti í gær að ákveðnir hlutar þotunnar stæðust ekki kröfur hans.

Í yfirlýsingu Boeing segist fyrirtækið hafa metið það svo að átta þotur sem haldnar eru gallanum þurfi að gangast undir skoðun og viðgerð áður en þær geti snúið aftur til að þjóna flugfélögum.

Flugfélögin sem starfrækja þoturnar hafi verið látin vita um leið og að þoturnar verði teknar úr umferð á meðan ferlið standi yfir.

Aðrar þotur af gerðinni hafi verið metnar á þann veg að þær standist kröfur um burðarþol. Verið sé að athuga þotur í framleiðslu til að ganga úr skugga um að engir hnökrar séu á þeim áður en þær verði afhentar.

Gætu hafa varað í tíu ár

Á minnisblaði Flugmálastofnunar Bandaríkjanna, FAA, sem dagblaðið Wall Street Journal hefur augum litið, segir að stofnunin gæti verið að skoða galla sem voru mögulega viðvarandi í framleiðslunni í tíu ár.

Rannsóknin gæti þá leitt til frekari skoðana á hundruðum þotna, segir í umfjöllun blaðsins.

Afpantanir á 737 MAX-þotunum hafa að undanförnu hrannast upp hjá framleiðandanum en þær voru kyrrsettar fyrir meira en ári eftir að tvö flugslys höfðu kostað 346 manns lífið.

Áhugi kaupenda á 787-þotunum hefur einnig dregist verulega saman, en veirufaraldurinn og ferðatakmarkanir sem honum fylgja hafa skiljanlega komið illa við framleiðandann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK