Hagnaður af rekstri Mandí nær fimmfaldast

Mandí selur shawarma-vefjur, kebab og hummus meðal annars.
Mandí selur shawarma-vefjur, kebab og hummus meðal annars. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir

Hagnaður af rekstri HALAL ehf. á árinu 2019 nam nær 122 milljónum króna. Er það ríflega fimmfalt meiri hagnaður en árið áður þegar hann var um 23 milljónir króna. Fyrirtækið rekur þrjá staði undir heitinu Mandí. Tveir staðanna eru í miðbæ Reykjavíkur, annar í Hafnarstræti og hinn í Veltusundi. Þá var nýr staður opnaður í Faxafeni á árinu 2019. Áður hafði staður Hlöllabáta verið til húsa í sama rými.

Á stöðunum er seldur miðausturlenskur matur á borð við shawarma-vefjur, kebab og hummus. Hafa staðirnir notið mikilla vinsælda meðal Íslendinga.

Alls námu rekstrartekjur fyrirtækisins 420 milljónum króna í fyrra. 

Hægt er að lesa meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK