Einu félagi lokað og 14 viðvaranir

Faraldur kórónuveirunnar hefur haft áhrif á skatteftirlit á árinu þar sem farnar hafa verið töluvert færri eftirlitsferðir á vinnustaði og í fyrirtæki en áður.

Vettvangseftirlit Skattsins hefur heimsótt 1.453 fyrirtæki það sem af er árinu. Í þessum heimsóknum hafa ekki verið gerðar athugasemdir í 959 tilfellum. Í 130 heimsóknum hafa verið gerðar munnlegar athugasemdir að því er segir í skriflegu svari Kristínar Gunnarsdóttur sérfræðings hjá Skattinum.

Veitt hafa verið 85 tilmæli um úrbætur og hafa þau tilmæli verið ítrekuð í 34 skipti. Einu félagi hefur verið lokað en 14 félög hafa fengið viðvörun í þá veru.

Gæta þarf að því að öllum reglum sé fylgt um sóttvarnir

„Covid-faraldurinn hefur óneitanlega haft áhrif á eftirlitið þar sem gæta þarf að því að öllum reglum um sóttvarnir sé fylgt í hvívetna í slíkum heimsóknum. Slíkt hefur m.a. haft þau áhrif að heimsóknum í fyrirtæki hefur fækkað en til samanburðar voru heimsóknir á sama tímapunkti í fyrra orðnar rúmlega 2.000,“ segir Kristín.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK