Dæmalaus aðför Íslandsbanka

Íslandsbanki krafðist þess að eignir Sjöstjörnunnar, félags í eigu Skúla, …
Íslandsbanki krafðist þess að eignir Sjöstjörnunnar, félags í eigu Skúla, yrðu kyrrsettar. Krafa bankans hljóðar upp á 91 milljón króna. mbl.is/Eggert

Kröfu Íslandsbanka um kyrrsetningu eigna Sjöstjörnunnar ehf. hefur verið hafnað. Fyrirsvarsmaður Sjöstjörnunnar er Skúli Gunnar Sigfússon, sem jafnan er kenndur við Subway. Um er að ræða mál sem snýr að meintum kröfum bankans á hendur fyrirtækjum í eigu Skúla.

Umrædd félög voru hluthafar félagsins EK hf., síðar EK1923 ehf., en alls hljóðar krafa bankans upp á ríflega 91 milljón króna með dráttarvöxtum. Við gjaldþrotaskipti síðastnefnda félagsins fékkst einungis lítill hluti upp í kröfuna. Fór Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri EK1923 ehf., í kjölfarið fram á kyrrsetningu eigna Sjöstjörnunnar. Einar Þór Sverrisson, lögmaður Skúla, segir að um dæmalausa aðför sé að ræða. Þannig hafi Sveini Andra tekist að fá Íslandsbanka í lið með sér með það fyrir augum að ná höggi á Skúla.

„Það er gott til þess að vita að sýslumaður hafi séð í gegnum þessa dæmalausu aðför Íslandsbanka. Mér sýnist bankinn hafa tekið höndum saman við Svein Andra Sveinsson, skiptastjóra þrotabús EK 1923, og reynt að fá kyrrsetningu í eignum Sjöstjörnunar, sem ekki er hægt, þar sem þær eru þegar kyrrsettar vegna málatilbúnaðar þrotabúsins. Þetta hafi verið gert í þeim tilgangi að koma félaginu í þrot, þannig að það gæti ekki varið sig í Hæstarétti,“ segir Einar og bætir við að vinnubrögð bankans í málinu séu döpur.

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag, 12. september.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK