Afhendingarstöðum Póstsins fjölgar

Póstboxunum fjölgar talsvert á þessu ári.
Póstboxunum fjölgar talsvert á þessu ári. Ljósmynd/Pósturinn

Afhendingarstöðum Póstsins mun fjölga úr átta í 40 á árinu, með tilkomu póstboxa sem sett verða upp um allt land, auk þess sem svokölluðum pakkaportum verður fjölgað í kjölfarið. Í póstboxum og pakkaportum er hægt að nálgast póstsendingar utan hefðbundins afgreiðslutíma Póstsins.

Fyrsta póstboxið komið á Birkimel

Uppsetning á póstboxunum er hafin og var fyrsta boxið sett upp við Birkimel í Reykjavík í dag. Sett verða upp þrjátíu box til viðbótar á næstu dögum. 

„Póstboxin hafa verið mjög vinsæl og við hlökkum til að geta boðið upp á betri og þægilegri þjónustu,“ segir Elvar Bjarki Helgason, forstöðumaður söludeildar Póstsins, um málið.

Þjónustan hefur verið takmörkuð til þessa á landsbyggðinni en með tilkomu póstboxanna verður bætt úr því að sögn Elvars:

„Við erum að færa okkur út á land, sem skiptir miklu máli fyrir fólk á landsbyggðinni. Það eykur bæði þjónustuna og gæðin,“ segir hann að lokum.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK