Álfheiður nýr forstjóri Elkem

Álfheiður Ágústsdóttir, nýr forstjóri Elkem.
Álfheiður Ágústsdóttir, nýr forstjóri Elkem. Ljósmynd/Aðsend

Álfheiður Ágústsdóttir, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra fjármála og innkaupa hjá Elkem Ísland undanfarin ár, hefur tekið við starfi forstjóra verksmiðjunnar. Fráfarandi forstjóri, Einar Þorsteinsson, hefur af persónulegum ástæðum óskað eftir að draga úr vinnuframlagi sínu og ábyrgðum en hann mun taka sér stöðu við hlið nýráðins forstjóra sem ráðgjafi á sviði orkumála og vinnumarkaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Elkem.

Álfheiður hóf störf hjá Elkem Ísland sem sumarstarfsmaður árið 2006, fyrst í framleiðslunni og síðar á fjármálasviði. Í upphafi sinnti hún ýmsum störfum hjá Elkem samhliða námi sínu í reikningshaldi og endurskoðun og hefur síðan verið í fullu starfi frá árinu 2009.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK