Stór hluti starfsmanna endurráðinn

Ljósmynd/Kristjánsbakarí

Kristjánsbakarí á Akureyri, sem stofnað var árið 1912 og er eitt elsta iðnfyrirtæki landsins, hefur nú snúið vörn í sókn, að sögn Vilhjálms Þorlákssonar, framkvæmdastjóra Gæðabaksturs, sem á og rekur Kristjánsbakarí. Hluti af því er að nær öllu því starfsfólki sem sagt var upp störfum vegna endurskipulagningar í júní sl., og Morgunblaðið sagði frá á sínum tíma, var boðin endurráðning og af þeim var stór hluti starfsmanna endurráðinn.

Vilhjálmur segir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bænum hafi því verið heldur fljótir á sér að lýsa sérstökum áhyggjum af starfseminni, en á bæjarstjórnarfundi Akureyrarbæjar í síðustu viku var umræða um atvinnumál á Akureyri þar sem bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu yfir áhyggjum af þeim störfum sem væru að hverfa úr bænum, og nefndu bæði lokun Kexsmiðjunnar og Kristjánsbakarís.

„Við erum búin að endurráða megnið af fólkinu auk þess að ráða inn nýtt fólk. Við erum komin í sókn núna. Þegar maður endurskipuleggur reksturinn gefst færi á að skipta úr varnarleik yfir í sóknarleik,“ segir Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið.

Vilhjálmur segir að ætlunin sé að færa bakaríið inn í árið 2020. „Við ætlum að innleiða nýjungar fyrir norðan sem gengið hafa vel á höfuðborgarsvæðinu.“

Hann bætir við að bjartsýni ríki nú hjá starfsfólki og stjórnendum. „Ég væri ekki að ráða inn nýja bakara og stjórnendur ef ég væri að hætta rekstri.“

Aðspurður segir Vilhjálmur að eftir endurskipulagninguna muni starfsmönnum fækka um fjóra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK