Verður TikTok bjargað á síðustu stundu?

Sam­sett mynd af TikT­ok og Trump Banda­ríkja­for­seta.
Sam­sett mynd af TikT­ok og Trump Banda­ríkja­for­seta. AFP

Bandaríski tæknirisinn Oracle hefur boðið í samfélagsmiðilinn TikTok. Tilboði Microsoft í miðilinn vinsæla hefur verið hafnað, en miðillinn verður bannaður í Bandaríkjunum í dag ef bandarískt fyrirtæki festir ekki kaup á honum að forsetatilskipun Donalds Trump. 

Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest að bandarískum stjórnvöldum hafi borist tilboðið, en annars liggur ekki fyrir hvert efni þess er. Mnuchin segir að bandarísk yfirvöld muni skoða tilboð Oracle á næstu dögum, en fram kemur á BBC að í því felist líklega samstarf fremur en eiginleg kaup Oracle á forritinu. 

Forsvarsmenn Oracle segja að Bytedance, eigandi TikTok, hafi lagt til að Oracle verði „tæknilegur samstarfsfélagi“ um forritið. 

Stjórnarformaður Oracle, milljarðamæringurinn Larry Ellison, er ötull stuðningsmaður Bandaríkjaforseta. Carolina Milanesi, sem hefur fylgst vel með máli TikTok í Bandaríkjunum, segir við BBC að það sé erfitt að hundsa hve stór hluti tilboðsins snúist um stjórnmál, en Oracle hefur aldrei áður haft nokkur afskipti af samfélagsmiðlum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK