Beint: Kynningarfundur vegna útboðs Icelandair

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á fundi fyrra á árinu …
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á fundi fyrra á árinu þar sem greint var frá hlutafjárútboðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Klukkan 10:00 hefst opinn kynningarfundur Icelandair group vegna hlutafjárútboðs félagsins sem hófst klukkan 9 í morgun og stendur yfir til 16:00 á morgun. Fundurinn fer fram á Hotel Reykjavík Natura, en verður einnig streymt á vefnum.

Streymið verður opið öllum, en tekið er sérstaklega fram að upptaka af fundinum verði ekki aðgengileg eftir að honum lýkur. Hægt er að fylgjast með því hér.

Icelandair hyggst safna 20 milljörðum króna í útboðinu, en því er ætlað að styrkja lausafjár- og eiginfjárstöðu félagsins og jafnframt tryggja rekstrarfé nú þegar Covid-19 faraldurinn gengur yfir.

Í gær skrifuðu stjórnendur Icelandair grein í Morgunblaðið þar sem fram kom meðal annars að framtíð þúsunda starfsmanna væri í húfi í tengslum við að rekstur Icelandair myndi halda áfram. Ljóst er að horf er sérstaklega til lífeyrissjóða sem stærstu þátttakenda í hlutafjárútboðinu, en samkvæmt frétt Markaðarins í morgun kemur fram að mikil óvissa sé með aðkomu þeirra, sérstaklega LIVE og Gildis, en þeir sjóðir eru með stærstu hluthafa í félaginu í dag. Munu stjórnir sjóðanna funda í dag og á morgun þar sem endanleg ákvörðun verður tekin.

Í gær sagði Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, í samtali við mbl.is, að þótt hlutafjárútboðið myndi ganga eftir væri framtíð Icelandair ekki tryggð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK