Laðar að viðskiptavini með sögusýningum

Úlfar Þór Gunnarsson veitingamaður mundar hamarinn.
Úlfar Þór Gunnarsson veitingamaður mundar hamarinn. Kristinn Magnússon

„Hér er boðið uppá heiðarlegan mat af kolagrilli og ekkert pjatt,“ segir Úlfar Þór Gunnarsson veitingamaður sem rekur veitingahús í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Engin starfsemi var í húsinu þegar hann tók við því árið 2018 og segir hann sér hafa runnið blóðið til skyldunnar að hleypa lífi í húsið, enda ásatrúarmaður sjálfur.

Ókeypis er inn á sýningu um sögu kaupfélaganna.
Ókeypis er inn á sýningu um sögu kaupfélaganna. Kristinn Magnússon

Til að mæta fækkun ferðamanna hefur hann brugðið á það ráð að bjóða gestum ókeypis aðgang að Njálusýningu og sögu kaupfélaga. Sýningarnar eru börn síns tíma segir Úlfar og bætir við að áskoranir hafi borist um að breyta þeim ekki, þar sem þær sjálfar séu safn um þá sýningarhefð sem ríkti fyrir 20 árum.

Veitingastaðurinn sjálfur er innréttaður með víkingaþema sem Úlfar segir virka sem segull á ferðamenn. Nýlega kynnti hann axarkast til sögunnar, sem að sögn hefur notið mikilla vinsælda. Gestum býðst að klæða sig í „víkingalarfa“, kasta öxum og reyna fimi sína að hætti víkinga til forna.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK