LSR vill kaupa fyrir tvo milljarða

Harpa segir málið hafa verið vel undirbúið.
Harpa segir málið hafa verið vel undirbúið. mbl.is/Styrmir Kári

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hefur skráð sig fyrir tveggja milljarða króna hlut í hlutafjárútboði Icelandair. Þetta staðfestir Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins, í svari við skriflegri fyrirspurn mbl.is.

Harpa segir málið hafa verið vel undirbúið og mikið rætt. Mörg ólík sjónarmið hafi komið fram en niðurstaðan hafi á endanum verið að kaupa í útboðinu fyrir tvo milljarða króna.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK