Seðlabankastjóri ber fullt traust til stjórna lífeyrissjóða

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri mbl.is/Arnþór Birkisson

Seðlabankastjóri segist bera fullt traust til stjórna lífeyrissjóða um að þáttaka í hlutafjárútboði Icelandair sé byggð á „faglegum forsendum, en ekki út frá einstökum vinnudeilum“. 

mbl.is leitaði til Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra í kjölfar sameiginlegrar yfirlýsingar Alþýðusambands Íslands, Flugfreyjufélagsins, Samtaka atvinnulífsins og Icelandair. Tímasetning yfirlýsingarinnar hefur vakið um spurningar um hvort að verið sé að höfða til stjórnenda lífeyrissjóðanna um mögulega fjárfestingu þeirra í útboðinu, en nokkrir forsvarsmenn verkalýðshreifingarinnar hafa verið harðorðir og sett verulega fyrivara við þáttöku lífeyrissjóða sinna félagsmanna. 

Ásgeir segir það gott þegar sátt ríki á vinnumarkaði og fagnar samtali á þeim vettvangi. Að öðru leyti vísar hann í traust sitt til sjórna sjóðanna. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK