Skráði sig fyrir sjö milljörðum í Icelandair

Michelle Roosevelt Edwards hefur skráð sig fyrir stórum hlut í …
Michelle Roosevelt Edwards hefur skráð sig fyrir stórum hlut í Icelandair-útboðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Michelle Roosevelt Edwards, athafnakonan sem keypti eignir WOW air úr þrotabúi flugfélagsins, og hefur haft í hyggju að hefja WOW air til flugs á ný, hefur skráð sig fyrir sjö milljarða króna hlut í hlutafjárútboði Icelandair sem lýkur í dag kl. 16. Þetta herma öruggar heimildir mbl.is. 

Nemur upphæðin þriðjungi af heildarfjárhæð útboðsins, en Edwards vonast til að halda á 25% hlut í Icelandair eftir kaupin. Þá segja sömu heimildir að Edwards hyggist leggja saman krafta WOW og Icelandair í framhaldinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK