Viðskiptavit byggir á Grensásvegi 1

Svona kemur ein byggingin á lóðinni við Grensásveg koma til …
Svona kemur ein byggingin á lóðinni við Grensásveg koma til með að líta út. mbl.is/Archus-Ríma arkitektar

Fasteignafélagið G1 ehf. hefur gert samning við verktakafyrirtækið Viðskiptavit ehf. um smíði 50 íbúða á lóðinni við gatnamót Grensásvegar og Suðurlandsbrautar.

Um er að ræða fyrsta áfanga af fjórum en alls munu 186 íbúðir og sjö hæða skrifstofubygging rísa á þessum stað. Einnig er gert ráð fyrir 900 fermetra verslunarhúsnæði á neðri hæðum.

Að undanförnu hafa vinnuvélar verið að störfum við að rífa niður byggingar á lóðinni, sem lengstum hýsti starfsemi Hitaveitu Reykjavíkur. Síðar var Mannvit þar til húsa og nú síðast Kvikmyndaskóli Íslands.

Áður voru uppi áform um að reisa þarna 300 herbergja hótel en hætt var við þau á síðasta ári og ákveðið að fara í byggingu á íbúðum og skrifstofuhúsnæði. Miðsvæðis á lóðinni er dælustöð en þar sem hún er friðuð verður hún áfram í notkun um sinn.

Eigendi Fasteignafélagsins G1 er Miðjan hf., sem er í eigu Jóns Þórs Hjaltasonar og Ragnhildar Guðjónsdóttur. Að sögn Jóns Þórs var ákveðið að ganga til samninga við Viðskiptavit, eftir að tilboð í verkið höfðu verið yfirfarin. Aðrir verktakar sem buðu voru Jáverk, ÞG verk og Ístak. Byggingarleyfið fyrir þennan fyrsta áfanga er nú þegar útgefið og verklok verða í ágúst 2021. Bílakjallari á þremur hæðum verður undir byggingunum, alls um níu þúsund fermetrar að flatarmáli.

Arkitektar bygginganna eru Archus/Ríma arkitektar og Mannvit mun sjá um verkfræðihönnun og eftirlit. Framkvæmdastjóri og fjármálastjóri G1 er Stefán Á. Magnússon. Eigandi og framkvæmdastjóri Viðskiptavits er Baldur Ingvarsson og skrifaði hann undir samninginn við G1 fyrir hönd síns fyrirtækis.

Frá undirritun samnings G1 og Viðskiptavits. Jón Þór Hjaltason fremst …
Frá undirritun samnings G1 og Viðskiptavits. Jón Þór Hjaltason fremst til hægri og Baldur Ingvarsson frá Viðskiptaviti gegnt honum. mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK