Auglýsingaherferð Kringlunnar vann til verðlauna

Kringlan.
Kringlan. Mynd/mbl.is

Auglýsingaherferð Kringlunnar vann alþjóðlegu verðlaunin Brand Impact Awards í flokki smásölu. Tilkynnt var um niðurstöðuna í Lundúnum í gærkvöldi við sérstakar aðstæður vegna kórónuveirufaraldursins.

Tímaritið Computer Arts og vefsíðan Creative Bloq standa fyrir verðlaununum Brand Impact Awards sem veitt eru fyrir verk sem skarað hafa fram úr í heimi skapandi hönnunar og markaðssetningar.

Meðal sigurvegara Brand Impact Awards síðustu ára eru BBC, McDonalds og Carlsberg.

Auglýsingaherferð Kringlunnar var unnin í samstarfi við auglýsingastofuna Kontor Reykjavík.

„Við erum að sjálfsögðu afar ánægð og stolt með að vinna til þessara virtu verðlauna. Það er mikil samkeppni um þessi verðlaun frá stórum alþjóðlegum fyrirtækjum. Þetta er mikill heiður og segir okkur að markaðsstarf Kringlunnar sé í fremstu röð á alþjóðlegum vettvangi,“ er haft eftir Baldvinu Snælaugsdóttur, markaðsstjóra Kringlunnar, í tilkynningu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK