Boðar langtíma orkustefnu Íslands fyrir mánaðarlok

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, á Iðnþingi …
Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, á Iðnþingi í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, boðaði á Iðnþingi í dag að gefin yrði út langtíma orkustefna fyrir Ísland í þessum mánuði. Þar væri grundvöllurinn sjálfbærni í orkumálum til framtíðar.

Þetta er fyrsta orkustefna Íslands, en þverpólitísk vinna hefur verið í gangi í takt við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem þetta kemur fram um orkustefnuna:

„Langtímaorkustefna verður sett á kjörtímabilinu í samráði við alla þingflokka. Í orkustefnu verði byggt á áætlaðri orkuþörf til langs tíma miðað við stefnu stjórnvalda, til að mynda um orkuskipti, og hvernig megi tryggja raforkuframboð fyrir almenning og atvinnulíf. Eigendastefna Landsvirkjunar mun taka mið af orkustefnunni.“

Málið kom inn í samráðsgátt í september 2018 og var til umsagnar til febrúar 2019. Í kynningu sem sett var fram í tengslum við vinnuna kom fram að þetta ætti að vera innihald orkustefnunnar:

  • Orkustefna þarf að svara hvernig við uppfyllum orkuþörf og orkuöryggi með ábyrgum hætti.
  • Orkustefna þarf að fjalla ítarlega um flutnings- og dreifikerfi raforku.
  • Orkustefna þarf að styðja við skynsamlega atvinnustefnu og líta á samspil orkumála við aðrar lykilatvinnugreinar.
  • Orkustefna þarf að styðja við aðgerðir um orkuskipti og aðgerðir á sviði loftslagsmála.
  • Orkustefna þarf að huga að möguleikum nýrrar tækni við orkuvinnslu, m.a. Möguleika á sviði vindorku, djúpborun og sjávarfallaorku.
  • Áherslur í orkustefnu eiga að endurspegla þrjár víddir sjálfbærar þróunar.
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK