Harpa leitar að nýjum samstarfsaðilum

Leitað er að nýjum samstarfsaðilum á jarðhæð Hörpu.
Leitað er að nýjum samstarfsaðilum á jarðhæð Hörpu. mbl.is/Árni Sæberg

Harpa hefur auglýst eftir nýjum samstarfsaðilum á jarðhæð hússins, en markmiðið er að bjóða upp á ferskt framboð á upplifun, veitingaþjónustu og verslun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu.

Undanfarið hefur verið unnið að stefnumörkun um framtíð Hörpu í samstarfi við helstu hagaðila, en Harpa fagnar 10 ára afmæli á næsta ári. Haft er eftir Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, að vilji sé til þess að slá nýjan og ferskan tón sem rými við þær breytingar sem nú eigi sér stað við höfnina. Verður áhersla lögð á jarðhæðina, þar sem allt fyrirkomulag er nú til gagngerrar endurskoðunar.

Segir Svanhildur jafnframt að þrátt fyrir tímabundna erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins vilji stjórnendur Hörpu halda ótrauðir áfram og skapa verðmæti fyrir samfélagið. Ég er sannfærð um að það er fullt af öflugu og hugmyndaríku fólki sem sér sinn rekstur eiga heima í húsi á heimsmælikvarða. Við byrjum strax á morgun að auglýsa eftir tillögum og vonum að sem flestir staldri við og sendi okkur hugmyndir um það hvernig Harpa, sem er sameign okkar allra, getur orðið enn betri til framtíðar,“ er haft eftir Svanhildi.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK