Icelandair aflýsir nánast öllum ferðum

20 flugferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag og er aðeins ein ferð á áætlun hjá Icelandair en sú er frá Kaupmannahöfn. Auk þess flaug Icelandair til landsins frá Boston snemma í morgun. 

Ekkert annað flugfélag hefur aflýst ferðum sínum til eða frá Keflavíkurflugvelli í dag, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Isavia. Þannig fljúga Lufthansa, Wizz Air, Air Iceland Connect, Easy Jet, SAS og Air Baltic samkvæmt áætlun það sem eftir lifir dags.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK