Afskrifa milljarða tekjur

Hótel Borg. Reitir eiga húsið.
Hótel Borg. Reitir eiga húsið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stóru fasteignafélögin, Reitir, Reginn og Eik, hafa bókfært tekjutap vegna tekjufalls hjá hótelum í kórónuveirufaraldrinum. Er útlit fyrir að samanlagt tap þeirra af þessum sökum muni hlaupa á milljörðum.

Má í því samhengi nefna að lífeyrissjóðirnir eru áberandi í hluthafahópum félaganna þriggja. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, áætlar að tjón félagsins af faraldrinum verði um tveir milljarðar. Tekjur félagsins af hótelum í fyrra voru um 1.900 milljónir, sem samsvaraði um 16% af heildartekjum.

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, segir félagið hafa um 430 leigutaka og að 7-8% af tekjum komi frá hótelum. Rekstrartekjur félagsins voru um 9,8 milljarðar í fyrra og samsvarar 8% hlutfall hótelanna því tæpum 800 milljónum.

Garðar H. Friðjónsson, forstjóri Eikar, segir hlutfall hótela í tekjum félagsins ekki hafa verið gefið upp. Hins vegar hafi félagið uppfært spá um hagnað fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) úr 5,7 milljörðum í 4,85-5,1 milljarð króna,“ að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK