Ekkert heyrt frá Icelandair

Michelle Roosevelt Edwards.
Michelle Roosevelt Edwards. mbl.is/Kristinn Magnússon

Michelle Roosevelt Edwards hefur ekki enn borist tilkynning um það frá Icelandair hvort áskrift hennar í nýafstöðnu hlutfjárútboði félagsins hafi verið hafnað eða ekki. Lögmaður hennar segir í samtali við mbl.is að hann trúi því að Icelandair muni á næstu dögum gera mögulegum hluthöfum viðvart um hvort þeim hafi verið hafnað eða ekki.

Athygli vakti að sú upphæð sem Icelandair segist hafa hafnað í nýafstöðu hlutafjárútboði kemur heim og saman við áskrift Edwards. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði áður í samtali við mbl.is að hann gæti ekki tjáð sig um einstaka áskriftir útboðsins en staðfesti þó að í einu tilviki hefði stjórn félagsins tekið þá ákvörðun að hafna áskrift. Því þykir liggja í augum uppi að um áskrift Edwards sé að ræða.

„Við höfum enn ekkert heyrt frá Icelandair. Ég vil trúa því að félagið setji sig í samband við þá sem skrifuðu á sig í útboðinu áður en frestur til þess að borga rennur út,“ segir Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Michelle Roosevelt Edwards.

Næsta miðvikudag, 23. september, þurfa þeir sem tóku þátt í hlutafjárútboði Icelandair að láta af hendi það fjármagn sem áskriftir þeirra námu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK