Ekkert heyrt frá Icelandair

Michelle Roosevelt Edwards.
Michelle Roosevelt Edwards. mbl.is/Kristinn Magnússon

Michelle Roosevelt Edwards hefur ekki enn borist tilkynning um það frá Icelandair hvort áskrift hennar í nýafstöðnu hlutfjárútboði félagsins hafi verið hafnað eða ekki. Lögmaður hennar segir í samtali við mbl.is að hann trúi því að Icelandair muni á næstu dögum gera mögulegum hluthöfum viðvart um hvort þeim hafi verið hafnað eða ekki.

Athygli vakti að sú upphæð sem Icelandair segist hafa hafnað í nýafstöðu hlutafjárútboði kemur heim og saman við áskrift Edwards. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði áður í samtali við mbl.is að hann gæti ekki tjáð sig um einstaka áskriftir útboðsins en staðfesti þó að í einu tilviki hefði stjórn félagsins tekið þá ákvörðun að hafna áskrift. Því þykir liggja í augum uppi að um áskrift Edwards sé að ræða.

„Við höfum enn ekkert heyrt frá Icelandair. Ég vil trúa því að félagið setji sig í samband við þá sem skrifuðu á sig í útboðinu áður en frestur til þess að borga rennur út,“ segir Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Michelle Roosevelt Edwards.

Næsta miðvikudag, 23. september, þurfa þeir sem tóku þátt í hlutafjárútboði Icelandair að láta af hendi það fjármagn sem áskriftir þeirra námu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK