Gengi stóru flugfélaganna lækkar

Flugvélar British Airways á Heathrow.
Flugvélar British Airways á Heathrow. AFP

Gengi stóru flugfélaganna lækkar Gengi hlutabréfa í stærstu evrópsku flugfélögunum hríðféllu við opnun markaða í morgun. Ástæðuna þar að baki má rekja til hræðslu fjárfesta um að hugsanlegt sé að takmarkanir og aðgerðir á landamærum verði hertar að nýju. Hefur mikil fjölgun kórónuveirusmita lítið gert til að draga úr hræðslu fjárfesta. 

Ljóst er að lokun flugsamganga kemur til með að hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustufyrirtæki í álfunni. Nú síðast var greint frá því að breska ríkisstjórnin íhugi að herða aðgerðar í landinu og við landamærin. Hefur komið til umræðu að „loka“ landinu að nýju. 

Mikill kostnaður ef flugsamgöngur loka

Verði slíkt að veruleika verður rekstrarvandi framangreindra fyrirtækja enn alvarlegri en áður. Gengi hlutabréfa í International Airlines Group, sem rekur British Airways, hafa lækkað um ríflega 11% það sem af er degi. Þá hafa bréf í flugfélaginu Ryanair lækkað um nær 6% í dag.

Ný skýrsla, sem birt var í dag, varpar ljósi á hvað það mun kosta breskt samfélag að loka á flugsamgöngur til og frá Bandaríkjunum. Benda gögn til þess að kostnaður daglega hlaupi á um 32 milljónum punda.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK