Allt að 3.000 milljóna rekstrarhagnaður

Hagar starfrækja t.a.m. 28 þjónustustöðvar Olís.
Hagar starfrækja t.a.m. 28 þjónustustöðvar Olís. mbl.is/Arnþór Birkisson

Samkvæmt drögum að uppgjöri Haga má gera ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) á öðrum ársfjórðungi verði á bilinu 2.850 til 3.000 milljónir króna, samanborið við 2.489 milljónir króna á síðasta rekstrarári. Þetta kemur fram í tilkynningu.

28. október næstkomandi munu Hagar birta uppgjör fyrstu sex mánaða rekstrarársins 2020/21. Nú liggja fyrir fyrstu drög að uppgjöri og stefnir í að afkoma samstæðunnar á öðrum ársfjórðungi verði heldur betri en afkoma á sama fjórðungi á fyrra ári.

„Miðað við ofangreint gerir mat stjórnenda ráð fyrir því að rekstrarhagnaður fyrir afskriftir samstæðunnar (EBITDA) á fyrri árshelmingi, þ.e. tímabilið 1. mars til 31. ágúst 2020, verði á bilinu 4.150 til 4.300 milljónir króna, samanborið við 4.523 milljónir króna á fyrra rekstrarári“, segir í tilkynningunni.

Hagar starfrækja 40 matvöruverslanir, 28 Olís þjónustustöðvar, 43 ÓB-stöðvar, tvær birgðaverslanir, þrjár sérvöruverslanir, tvö apótek, tvö vöruhús og tvær framleiðslustöðvar. Undir hatti Haga verslana ehf. eru fyrirtækin Bónus, Hagkaup, Aðföng og Útilíf.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK