Preppup horfir til verslana

Guðmundur Óli (t.v.) og Karel Atli setja markið hátt. Þeir …
Guðmundur Óli (t.v.) og Karel Atli setja markið hátt. Þeir segja að kauphegðun sé að breytast. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Athafnamaðurinn Karel Atli Ólafsson var í námi við Nýja tölvu- og viðskiptaskólann (NTV) þegar hann fékk hugmynd að nýjung á matvælamarkaði. Nánar tiltekið var hann að leita að efni í viðskiptaáætlun vegna lokaverkefnis þegar hugmyndin að stofnun félagsins Preppup.is varð til.

Fyrirtækið útbýr máltíðir sem hægt er að nálgast í verslunum eða fá heimsendar. Meðal annars er hægt að panta matarbakka fyrir fimm og upp í 28 daga. Innihalda þeir morgunmat, hádegismat, kvöldmat og þrjú millimál. Lágmarkspöntun hljóðar upp á 4.000 krónur og er hægt að velja á milli rétta.

„Ég ákvað að láta slag standa og hrinda hugmyndinni í framkvæmd þegar ég var að gera viðskiptaáætlunina og tölti á milli eldhúsa þar til einhver nennti að vinna með mér,“ segir Karel Atli sem hitti að lokum samstarfsmann sinn og meðeiganda í Preppup.is, Guðmund Óla Sigurjónsson matreiðslumann. Elín Bjarnadóttir, hálfsystir Guðmundar, er meðeigandi ásamt þeim félögum.

Starfsemin hófst 2019

„Hugmyndin kviknaði í lok febrúar í fyrra og var fyrirtækið komið í gang í september 2019,“ segir Karel Atli um fyrstu skrefin.

Felur samstarf þeirra félaga í sér að Preppup er endursöluaðili fyrir fyrirtækið Matar Kompaní.

Guðmundur Óli segir reynslu sína nýtast vel hjá Preppup.

„Ég er lærður matreiðslumaður úr Hótel- og veitingaskóla Íslands og hef starfað í Noregi og á Íslandi. Ég stofnaði fyrirtækið Matar Kompaní árið 2016 og á það enn. Við sérhæfum okkur í veisluþjónustu og sendum hádegismat til fyrirtækja,“ segir Guðmundur Óli. Tekur Elín þátt í rekstri beggja félaga, Matar Kompanís og Preppup.

Karel Atli segir einkaþjálfara í World Class hafa verið meðal fyrstu viðskiptavina Preppup en þeir hafi komið félaginu á framfæri við fólk sem vildi borða hollan og góðan mat. „Við fórum út um allt og gáfum mat hingað og þangað,“ segir Karel Atli.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK