Sævar ráðinn markaðsstjóri hjá WEDO

Sævar Már Þórisson.
Sævar Már Þórisson. Ljósmynd/Aðsend

Sævar Már Þórisson hefur verið ráðinn markaðsstjóri hjá WEDO ehf. WEDO rekur Heimkaup.is, Hópkaup og Bland.

Sævar mun stýra þróun vörumerkjanna til framtíðar, leiða sölu- og markaðsmál fyrirtækisins sem og leiða vörustjórnun á Heimkaup.is. Sævar hefur enn fremur tekið sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins, að því er segir í tilkynningu.

Sævar hefur starfað í fimmtán ár í fjármála- og smásölugeiranum en hann útskrifaðist með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005. Hann hefur víðtæka reynslu af stjórnun markaðsmála, vörustjórnun, þróun vörumerkja og vefsíðna. Undanfarin þrjú ár hefur hann starfað sem verkefnastjóri hjá Aur app. Á árunum 2014-2017 var hann deildarstjóri vörugreiningar hjá Krónunni og árin 2009-2014 sérfræðingur í markaðsmálum hjá MP banka. Að auki hefur Sævar starfað sem framkvæmda- og markaðsstjóri Netbankans ásamt því að hafa sinnt kennslu við Háskólann í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK