Fjarvinna tekur á sig skýrari mynd

Í kjölfar faraldursins hefur fjarvinna rutt sér til rúms hér á landi í auknum mæli, líkt og fjallað var um í blaðinu fyrr í mánuðinum. Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, lýsti þar þeim jákvæðu áhrifum sem menn hafa greint þar á bæ og sagðist telja fjarvinnu komna til að vera.

Nú hefur fyrirtækið markað sér sérstaka fjarvinnustefnu og býður starfsfólki að vinna heima hjá sér 40% vinnutímans.

Gerður er sérstakur fjarvinnusamningur sem m.a. tiltekur samráð milli starfsmanns og yfirmanns um nánari útfærslu fjarvinnunnar og að starfsmaður veiti svigrúm í því að eiga fasta starfsstöð á vinnustað.

Advania leggur fjarvinnufólki til nettengingu og tölvubúnað á heimilinu, sem starfsfólk mun eignast að 12 mánuðum liðnum. Einnig kemur fram að fyrirtækið muni gera samninga við birgja og tryggja starsfólki afslátt vegna kaupa á skrifborðum og stólum.

Í kynningu frá Advania segir að í kjölfar reynslu af fjarvinnu hafi verið gerðar kannnir meðal starfsfólks um upplifun þess af fjarvinnu, sem hafi að langmestu leyti verið jákvæð.

Með þessu vill félagið m.a. leggja sitt af mörkum við að draga úr áhrifum á umhverfi og kostnaði við að ferðast til og frá vinnu: að gera starfsfólki kleift að nýta tíma sinn betur og auka samveru innan fjölskyldna: og að auka framlegð starfsfólks sem hafi aukið næði til að sinna sínum verkefnum. sighvaturb@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK